Nóg að gera og Tómas lasinn

Það er nóg að gera hjá okkur hér í Bexley þessa dagana, Hrekkjavöku er lokið og enn er nóg nammi eftir hjá Önnu Laufeyju, einungis tvær vikur eru eftir af önninni hjá mér og Jenný er nýbúin í miðannarprófum. Það ber samt helst til tíðinda að Tómas er aftur lasinn, en við kíktum með hann til barnalæknis á föstudag vegna þess hversu heitur okkur fannst hann orðinn. Hann mældist með 101,5 gráðu hita á farenheit eða 38,6 celsius. Við fengum panodil-dropa (tylenol) til að slá á hitann og sagði læknirinn okkur að hafa samband á morgun, sunnudag ef hitinn hefði ekki gengið niður. Við mældum hann núna á laugardagskvöldi kl. 22:00 og var hitinn orðinn 39,3 celsius. Vonandi gengur þetta niður í kvöld/nótt, en annars verður læknirinn heimsóttur eftir hádegi á morgun sunnudag (kl. 17:00 að íslenskum tíma).
Annars er þetta fremur skrítið, fyrri hluta dagsins í dag var reyndar lítill kraftur í kallinum en núna seinni partinn var ekki eins og Tómas væri með mikinn hita.

4 thoughts on “Nóg að gera og Tómas lasinn”

  1. Á ekkert að deila namminu með frænkunni? Vonandi fer kappanum að batna annars er bara spurning um klakabað.

  2. Jenný talaði við barnalæknamiðstöðina rétt í þessu. Það var ákveðið að bíða þar til á morgun, enda er eina vandamálið að Tómas er heitur, með smá hósta og hor. Við kíkjum við á morgun, ef hann verður enn með hita í fyrramálið.

Lokað er á athugasemdir.