Þessi önn í skólanum var frekar strembin. Fyrstu einu og hálfu vikuna lærði ég bara fyrir Q1 prófið, svo ekki byrjaði önnin vel. Þegar ég var við það að ná upp dampi skellti ég mér í fjögurra daga ferð til Boston með Drífu og Bryndísi Erlu – sem var reyndar æði og andlega alveg nauðsynleg.
Ofaná þetta bættist að námsefnið var töluverð þyngra en í fyrra og í þetta sinn var Elli líka í skóla, svo við urðum að skiptast á við lærdóminn um helgar. Ég man ekki eftir að hafa átt fríkvöld (þ.e. ekki að læra eða fara yfir heimadæmi) í margar vikur. En nú er þetta búið og ég held ég hafi komist sæmilega vel gegnum prófin, þreytt en sátt.
Mamma kom tveimur dögum áður en Elli fór til Louisiana og var hjá okkur fram á næstsíðasta prófdag. Það var frábært að fá mömmu. Ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum prófin, ein með krakkana, ef mamma hefði ekki komið. Það var því miður ekki tími til að skoða mikið, en hún náði þó að fara í heimsókn í leikskólann hans Tómasar labbaði svolítið um hverfið og að versla (hún keypti um 7 kíló af bókum!). En mamma kemur bara aftur í heimsókn seinna og svo er auðvitað kominn tími til að pabbi komi!!
En mamma fékk þó nokkur sýnishorn af Ohio veðri. Það var um 15 gráður þegar hún kom en svo gerði hávaðarok og rigning og í kjölfarið frysti og fór niður í 10 stiga frost. Síðan þá hefur verið frost og ferlega þurrt. Það verður allt svo rafmagnað hjá okkur í svona veðri, hárið og sófinn (microfiber áklæði) og flíspeysur. Ég er núna að gera tilraun með að hafa rakatæki hér í stofunni. Mér sýnist það virka, en það er leiðinda suð í þessu tæki.
Til hamingju með að hafa klárað þessa törn. Fer maður nú að geta náð á þig? 🙂 Skelltu nú í piparkökur í KitchenAid vélinni 🙂
Takk, takk, já nú er aftur hægt að tala við mig. Reyndar þarf ég eitthvað að vinna útaf RA stöðunni minni í þessari viku en ég get gert það á meðan Anna Laufey er í skólanum – þarf ekki að vinna á kvöldin.
Svo bakaði mamma eina tegund af smákökum meðan hún var hjá mér, notaði einmitt fínu KitchenAid vélina! 🙂 Við fundum reyndar ekki hjartarsalt svo það þurfti aðeins að breyta uppskriftinni en kökurnar er góðar. Það getur vel verið að ég skelli í fleiri kökur fyrir jólin. En núna er ég mest spennt yfir því að Elli kemur heim á fimmtudaginn. Éééég hlaaakka svoooo til!
Wikipedia segir:
Ekkert mál að baka piparkökur 🙂