Við förum í kvöld, Þorláksmessu, í Easton Towne Center upplifðum jólastemmninguna, fórum í stutta ferð í hestvagni, keyptum kakó og kökur, fengum okkur ís og höfðum það gaman saman.
Við komum ekki heim fyrr en rétt fyrir 23 og því komið langt fram yfir háttatíma Tómasar. Þegar ég hins vegar setti hann í rúmið var hann ekki á því að sofna strax, þannig að ég tók stutt myndskeið.