Tómas Ingi lasinn

Tómas Ingi er með kvefpest, hósta og gröft í augunum. Hann er þó hitalaus. Við mæðginin vorum því bara heimavið í dag í kósíheitum og strákurinn var bara kátur þrátt fyrir veikindin.

Elli og Anna Laufey fóru hinsvegar í eins árs afmæli hjá Benjamín, sem er sonur Kristjáns og Andreu, og skemmtu sér líka vel.

En það er líklega vissara að Tómas verði heima á morgun og í þetta sinn verður Elli heima. Ég þarf að sitja yfir miðannarprófi bæði í fyrramálið kl. 8:30 og aftur seinnipartinn. Strax eftir seinni lotuna hittast allir kennarar námskeiðsins (rúmlega 15 manns) og fara yfir öll 800 prófin á einu kvöldi. Ég á von á að við klárum um kl. 10. Langur dagur hjá mér á morgun!

Hinsvegar er Elli í kúrsi sem er kenndur á mánudagskvöldum og við vorum búin að fá barnapíu. En við verðum bara að sjá til á morgun hvort Tómas Ingi verður nógu hress til að vera í pössun.

En nú er hinsvegar SuperBowl í gangi. Við erum ekki orðin nógu Amerísk til að vera í SuperBowl partýi en ætli það sé ekki best að vita hvernig leikurinn fer, svona til að vera samræðuhæf á morgun :).