Það munaði litlu að illa færi fyrir mér í morgun. Ég átti að sitja yfir sjúkraprófi í morgun kl 7:30. Vekjaraklukkan hringdi ekki svo ég vaknaði ekki fyrr en kl 6:45 – ekki rétti dagurinn til að sofa yfir sig!
Ég setti algert met, var komin út um dyrnar kl 7 (fór í sturtu en sleppti morgunmat) en þurfti auðvitað að byrja á því að skafa þykkt lag af snjó af bílnum. Sem betur fór var ekki mikill klaki. En 7:10 var ég löggð af stað og þar sem það tekur mig venjulega um 15-20 min að komast í skólann þá leist mér nú ekki á blikuna. Það var þó engin úrkoma svo skyggni var fínt og það kom í ljós að búið var að skafa hraðbrautirnar svo umferðin gekk bara vel. Ég var komin í skólann kl. 7:35 og nemendurnir (4 talsins) biðu bara róleg. Svo nú sit ég bara og borða síðbúin morgunmat og sötra mitt magra latté eða þar til ég fer að kenna eftir rúman hálftíma.
Allt lagast með góðu latte, get ekki beðið eftir að komast á Starbuck og fá mér ,,ekki magurt“ latte og annað góðgæti.