Hættulegt að sofa vitlausu megin

Elli og krakkarnir gáfu mér í afmælisgjöf Hringadróttinsögu og Hobbitann í uppfærslu BBC fyrir útvarp. Hringadróttinsaga er á 13 geisladiskun en Hobbitinn á 5. Ég var auðvitað yfir mig ánægð (enda hafði ég gefið sterkar vísbendingar um að mig langaði í þetta).

Á laugardagskvöld laggðist ég snemma í rúmið (bæði kvefuð og þreytt) og hlustaði á Hringadróttinsögu í útvarpsvekjaranum hans Ella. Ég vildi ekki stilla tækið hátt því Tómas var sofandi inní herberginu svo ég lagðist auðvitað bara Ella megin í rúmið og sofnaði þar að lokum. Elli fór ekki að sofa fyrr en löngu á eftir mér og varð að gera sér að góðu að sofa mín megin. Um nóttina ætlaði hann líklega að vera svo elskulegur að faðma konuna sína en rúllaði þess í stað út úr rúminu!