Ég hef tekið við veikindunum í fjölskyldunni. Hef verið stífluð og ómöguleg síðan á fimmtudag, var verst í gær en þá var ég líka með 38 stiga hita. Þetta er ekki besti tíminn til að veikjast því prófa vikan byrjaði í dag. Ég var í erfiðu prófi í morgun sem fór betur en á horfðist.
Í dag þarf ég svo að klára verkefni í hagnýtum Bayes aðferðum og á morgun byrjar heimaprófi í Líkindafræði II sem ég á að skila á fimmtudag. Á morgun og miðvikudag þarf ég líka að fara yfir próf. Það er sem sagt nóg að gera. Og þegar allt þetta er búið kemur pabbi í viku heimsókn – við hlökkum öll mikið til!
One thought on “Próf og meiri veikindi”
Lokað er á athugasemdir.
Sæl Jenný!
Ég fann síðuna ykkar á einhvern hátt í gegnum Helgu Vilborgu…
Gaman að lesa hvað þið eruð að bedrífa þarna austur um haf.
Gangi þér ægilega vel næstu daga, sé að þú ert mjög upptekin kona!
Kveðjur,
Ingileif.