Himininn grætur

2711

Nú er Pabbi búinn að vera hjá okkur í rúma viku og komið að brottfarardegi. Við Anna Laufey erum enn í vorfríi en Elli byrjaði í skólanum á þriðjudaginn. Þetta hefur verið alveg yndislegt frí, við höfum aðallega slappað af. Á Laugardaginn drifum við okkur út úr bænum og keyrðum til Cincinnati. Við fórum á sædýrasafnið í Newport (sem er hinumegin við Ohio ánna og er því í Kentucy) og sáum hákarla. Við fórum líka á safn um frelsisbaráttu þræla í Bandaríkjunum. Það var mikil upplifun og gott safn.

Annars höfum við bara verið heima í rólegheitum. Við Elli notuðum tækifærið og fórum tvisvar saman út að borða og í bíó. Það kólnaði þegar pabbi kom en það hefur verið heiðskýrt og fallegt veður. Í gær hlýnaði svo og allt umhverfið lifnaði við á ný. Pabbi hefur líka farið mikið út að leika með krakkana og að hjóla með þau. Þau fóru til dæmis á hjólunum út í ísbúð í morgun. Á meðan þau voru í ísbúðinni skall á þrumuveður og hellirigning svo þau voru auðvitað rennandi blaut. Mér finnst nú líka við hæfi að himnarnir gráti daginn sem pabbi yfirgefur okkur.

Anna Laufey: Mér fannst skemmtilegast að spila við afa og fara út að hjóla.

Myndir frá Cincinnatiferðinni.

One thought on “Himininn grætur”

  1. Hæ HÆ, og takk fyrir síðast. Það var æðislegt að fá að vera með ykkur og „taka aðeins á uppeldinu“ með foreldrunum. Mér leist reyndar ekki allt of vel á þegar Anna Laufey fór með mig yfir ánna í hjólatúrnum. Hún var fljót að sjá það og spurði hvort Afi væri orðinn hræddur. Hvaðan ætli Anna Laufey hafi þessa stríðni?
    En ég held að ég hafi unnið mikið oftar í Ólsen – Ólsen.
    kveðja Afi

Lokað er á athugasemdir.