Forsetinn kemur í heimsókn

Ég vil benda á þessa frétt á mbl í dag. Þar segir meðal annars

Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði að forsetinn myndi dvelja hjá Dorrit fram á sunnudag og halda síðan til Columbus í Ohio þar sem hann flytur fyrirlestur og síðan í Harvard-háskóla Massachusetts áður en haldið verður heim á leið á miðvikudaginn.

Já Forsetinn er að koma í heimsókn til okkar. Ég fékk í vikunni boðsbréf á fyrirlesturinn þar sem var tekið fram að ég mætti sitja fremstu eða næst fremstu röð, og mér var líka boðið í móttöku á eftir. Ég, Elli og Anna Laufey ætlum að sjálfsögðu að mæta enda ekki á hverjum degi sem við fáum bæði að hitta forsetann og að fá ókeypis snarl. (Fátækir námsmenn mæta alltaf í fríar snittur!).

Mér var svo líka boðið á klukkutíma umræðufund á mánudaginn með fulltrúum Landbúnaðar Háskólans á Hvanneyri og Skógræktarinnar auk merkra háskólamanna héðan (m.a. forseti framhaldsmenntunarsviðs í OSU og vara forseti rannsóknarsviðs OSU). Ég er ekki viss um að það verði veitingar en ég ætla nú samt að skella mér.

2 thoughts on “Forsetinn kemur í heimsókn”

  1. Ekki seinna vænna en að venja Önnu Laufey á kokteilboðin. Benni biður að heilsa forsetanum.

  2. það er auðvitað alveg sjálfsagt að viðra sig aðeins upp við forsetann og þiggja veitingar. Skárra væri það nú. Svo gleður það nú ábyggilega gamlt forsetahjarta að hitta landa sína á einmanalegu, konulausu ferðalagi í útlöndum. God fornöjelse!

    Anna amma

    Ps. Til hamingju með góðan námsárangur öll sömul og sömuleiðis með nýja hjólið Elli minn.

Lokað er á athugasemdir.