Feðra- og dætraferð

2832

Eins og fram hefur komið fyrr, hef ég og Anna tekið þátt í skemmtilegu feðginastarfi eftir áramót. Við höfum farið á diskótek, smíðað bíl úr við og keppt í kappakstri og nú um helgina fórum við á feðginahelgi í sumarbúðunum Otyokwa sem eru u.þ.b. 1 1/2 klst akstur frá Columbus. Þessi ferð var mikið ævintýri, dagskráin var byggð upp á gönguferðum, þrautum og föndri. Anna prófaði að klifra í klifurvegg, við skoðuðum magnaða hella, príluðum í klettabelti svo nokkuð sé nefnt.
Dagskráin var öll byggð í kringum „Native American“ tema og er í grófum dráttum, útfærsla á verkefni sem KFUM í BNA stóð að í rúm 70 ár, kallað Indian Princess. Vegna hótana um málsókn þar sem starfið gæfi ekki rétta mynd af öllum indíánum og innihéldi steríótýpiskar myndir af „native americans“ ákvað KFUM að hætta með starfið 2002. Nokkrir fyrrum starfsmenn KFUM og foreldrar ákváðu hins vegar að halda áfram og endurhanna verkefnið til að koma til móts við gagnrýni, enda hafði starfið sannað sig sem frábært tæki til að tengja foreldra og börn. Og það er óhætt að segja að þessi helgi hafi í alla staði verið frábær.

Ég tók nokkrar myndir sem má sjá hér.