Sumarbúðir í Trinity

2995

Í skólanum mínum er hópur nemenda að taka námskeið í „Outdoor Ministry“ eða sumarbúðastarfi. Námskeiðið er þannig tilkomið að fjórir nemendur höfðu samband í sitt hvoru lagi við kennara á sviði uppeldis- og kennslufræða í skólanum og óskuðu eftir leskúrs um „Outdoor Ministry“, hún greip hugmyndina á lofti og úr varð þetta námskeið.
Í dag, nótt og í fyrramálið er lokaverkefni hópsins kynnt og framkvæmt, lokaverkefnið heitir CampTrinity og felst í skipulagningu, skráningu og framkvæmd sólarhringssumarbúða í húsnæði skólans. Ég og krakkarnir tókum þátt í dagskránni hjá þeim í kvöld, sem fólst í grilli, leikjum og kvöldvöku. Það var mikið fjör og krakkarnir skemmtu sér stórkostlega, þrátt fyrir að vera 15-20 árum yngri en flestir dvalargestirnir í sumarbúðunum í Trinity.