Heilsa og veður

Hér eru núna allir komnir í takt en veikindin í upphafi vikunnar stóðu nákvæmlega í sólarhring hjá öllum. Ég er að reyna að komast í takt við verkefnin sem ég ætlaði að sinna þegar skóla lyki, en það gengur fremur hægt. Annars er komin óþreyja í Jennýju og Önnu að komast til Íslands, en þær fljúga með Tómasi á sunnudaginn eftir rúma viku. Það er merkilegt hvað þær eru spenntar fyrir að komast úr 30 stiga hitanum hér (fer í 32 gráður í dag) og í kuldann á Íslandi.

3 thoughts on “Heilsa og veður”

  1. Hér verða hlýjar móttökur, Benni er orðinn rosa spenntur að hitta einn enn lítinn stráka frænda. Samkeppnin um besta ömmustrákinn er hörð þessa dagana.

  2. Í Eyktarhæðinni er lítil samkeppni um besta ömmustrákinn eða bestu ömmustelpuna. það liggur alveg kristaltært fyrir! Hlakka mikið til að sjá ykkur öll eftir rúma viku og svo mánuð Elli minn. Gott að ælupestin er frá.

Lokað er á athugasemdir.