Lífæragjafir

Það er e.t.v. rétt að nefna hér að þegar ég og Jenný fluttum til Danmerkur fengum við í hendur lífæragjafakort til að fylla út og hafa í veskinu, þar sem við merktum við hvort og þá hvaða lífæri við værum til í að gefa. Þegar svo við fluttum til BNA, þá vorum við látin svara spurningum um lífæragjafir þegar við tókum bílpróf og á ökuskírteinum okkar hér eru upplýsingar um hvaða lífæri við erum til í að gefa. Ég man ekki eftir að hafa séð svona á Íslandi.