Nú hafa einkunnir allra á heimilinu komið í hús. Að venju fékk Jenný A í öllum sínum kúrsum. Ég fékk P(ass) í mínum kúrsum og loks komu í pósti einkunnir úr samræmdum prófum fyrir börn í 2. bekk sem Anna tók í mars. Við höfðum fengið óljósar fréttir frá skólanum um góðan árangur Önnu í stærðfræði, sem m.a. leiðir til þess að hún verður í stærðfræðitímum með krökkunum í 4. bekk á næsta ári, þrátt fyrir að vera í 3. bekk.
Hversu góður árangurinn var, kom í ljós í vikunni. Þannig er að árangur í samræmdu prófunum, sem kallast Terra Nova Achievement Test (2nd Ed.) er gefinn sem hlutfall af nemendum sem stóðu sig verr, en viðkomandi nemandi. Þannig þýðir 87% árangur að viðkomandi nemandi sé í top 13% yfir alla sem tóku prófið yfir öll Bandaríkin. Einkunnir Önnu voru framúrskarandi á öllum sviðum.
- Hún er í top 26% þegar kemur að enskukunnáttu (74% percentile), en hún tók prófið 1 ári og 2 mánuðum eftir að hún byrjaði í skóla hér í BNA og kunni þá ekkert í málinu nema nöfnin á nokkrum litum og svo gat hún talið upp á 10.
- Hún er í top 13% í lestri á ensku (87% percentile).
- Hún er í top 5% þegar kemur að félagsfræði, sögu og landafræði (95% percentile), með áherslu á Bandaríkin.
- Hún er í top 3% þegar kemur að líffræði og raunvísindum (97% percentile).
- Hún er í top 1% í stærðfræði (99% percentile).
- Þegar árangur hennar í mismunandi greinum er tekinn saman og reiknuð einhvers konar meðaleinkunn, kemur í ljós að meðaleinkunn hennar telst í top 3% á landsvísu.
Það verður að segjast að árangur hennar er vægast sagt frábær og við foreldrarnir ógurlega stolt af þessum árangri. Annars hefur Anna nefnt að þessi próf séu hálf-asnaleg, enda fá þau ekki prófaúrlausnirnar til baka, þannig að þau geti lært af því sem þau gerðu rangt. Að hennar mati eru próf til að læra af þeim, ekki til að flokka fólk eftir getu.
Enda vita allir sem þekkja til að um er að ræða einstaklega klára og flotta stelpu
Frænkan