Talnagrind

Tómas Ingi er núna í fríi úr leikskólanum og verð ég heima með krakkana fram til ágústloka. Reyndar á ég eftir að ljúka við eina ritgerð og tvær greinargerðir, auk þess sem ég hef verið að vinna hjá Healthy Congregations í þessari viku, en vonandi verð ég komin í algjört frí frá skólanum eftir helgi.
Það hefur okkur gengið mjög illa að fá Tómas til að leggja sig yfir daginn eftir að hann fór í frí, honum finnst einfaldlega svo spennandi að fylgjast með stóru systur og má helst ekki missa af neinu sem gerist. Ýmislegt hefur verið reynt til að takast á við vandann, bangsar og bækur en lítið hefur gengið. Ég veitti því síðan athygli fyrir tveimur kvöldum að Jenný leyfir Tómasi að hafa talnagrind í rúminu hjá sér þegar hann sofnar á kvöldin og ég ákvað að prófa það í gærdag og sjá, drengurinn sofnaði með það sama.

One thought on “Talnagrind”

  1. Kannski við prófum þetta á Benna, setja talnagrind í rúmið hjá honum sem hann getur spáð í þegar hann vaknar á nóttunni.
    Kveðja
    Guðrún Laufey og Benni

Lokað er á athugasemdir.