N-nana og kar

Síðustu daga hafa verið mjög rólegir hér í Bexley. Jenný vinnur reyndar af kappi og undirbýr sig fyrir QII próf í lok september. Ég og börnin erum hins vegar heima og bíðum eftir að skólar hefjist. Anna var reyndar á tennisnámskeiði í síðustu viku, sem lauk með pizzaveislu og fjölskyldudagskrá á föstudagskvöld, en Tómas hefur á hinn bóginn kynnst söguþræði Bílanna frá Disney, allvel, enda hefur orðið „Kar“ bæst í orðaforðann hans. Annars er hann byrjaður að segja örfá orð, þannig benti hann á Bjarma Kristjánsson í gær og sagði „drákur“ (þýð. strákur), hann notar orðið „stop“ þegar við gerum eitthvað sem honum mislíkar. Einnig hefur hann sérhæft sig í mismunandi útfærslum á orðinu „nei“. Systur sína kallar hann „n-ana“, hann veit að ég er „babbi“ og Jenný er „mama“. Hann biður um að fá að drekka, með að segja „gaga“ og í leikskólanum sagði hann víst reglulega „what’s that“.

Uppfært: Hann segir „úa“ fyrir búið, „lúla“ fyrir kúra, „soa“ fyrir sofa, „ball“ fyrir bolta, „sgo“ fyrir skó, „sdól“ fyrir stól, „burra“ er íslenska fyrir „kar“ eða bíl, „dúdú“ fyrir lest, „úd“ fyrir út, „bæbæ“ fyrir bless, „burluba“ fyrir bað eða sund, „hæhæ“ fyrir halló, „dad“ fyrir datt, „djónvarb“ fyrir sjónvarp (sem er mjög mikilvægt orð í BNA).

One thought on “N-nana og kar”

Lokað er á athugasemdir.