Nú er skólinn byrjaður aftur hjá Önnu Laufeyju. Það var gaman að sjá regnhlífaher streyma að skólanum hennar í morgun, en veðrið hér er vægast sagt vott. Ég fylgdi Önnu inn í stofu. Það var augljóst að stelpan er á heimavelli í skólanum og ég dró mig í hlé, eftir að hafa reynt að hjálpa henni til að panta mat og þegar ég fann að mín var ekki vænst. Börnunum er raðað á 4-7 manna borð og ég tók eftir að Peter, Abbie, Kate, Ryan S, Nick og Max eru á borði með Önnu, en hún sat líka við hliðina á Max í fyrra og kvartaði á stundum yfir því að hann væri alltaf að reyna segja Laufey en kynni það ekki.
Annars var Anna spennt, það virtist stemmning í bekknum og ljóst að hún á eftir að skemmta sér vel þennan vetur við að læra á blokkflautu í tónfræði, glíma við margföldun og deilingu í stærðfræði, vinna hvers kyns verkefni í samfélagsfræði og síðast en ekki síst vera í frímínútum. Annars fékk Casshingham Elementary vottun í júlí sem IB-skóli, sem er sama vottun og enska stúdentsprófið í MH hefur (reyndar fyrir annað skólastig 🙂 )
One thought on “Anna í skólanum”
Lokað er á athugasemdir.
Ég get hjálpað henni með tónfræðina og bloggflautugripin, tek hana í þjálfun um jólin.