Ég og Tómas biðum með Önnu Laufeyju við skólann í morgun og gengum síðan sem leið lá heim með viðkomu í CVS, leið sem að öðru jöfnu tekur mig einan um 20 mínútur að labba. En í dag tók það klukkustund, við vorum svo sem ekki að flýta okkur og 26 stiga hitinn (verður 34 gráður þegar við sækjum Önnu) og rakinn var alveg að ganga frá okkur feðgum og síðan þurfti Tómas að láta halda á sér stundum, sitja í kerrunni stundum og ýta kerrunni stundum. Þegar við bættist að Tómas hafði margs konar hugmyndir um hvar pokinn úr CVS ætti að vera. Ég átti ýmist að halda á honum, hann átti að halda á honum, hann átti að vera í kerrunni meðan Tómas ýtti, eða Tómas vildi hafa hann við hlið sér meðan ég ýtti kerrunni með Tómasi í, þá tók þetta sinn tíma. Við hittum reyndar mömmu Juliu og spjölluðum við hana, en hún er ósátt við hversu mörg börn eru í hvorum bekk í 3. bekk og var að fá viðbrögð frá mér, ég hafði auðvitað ekki veitt því athygli. En hvað um það núna er klukkustund síðan við lögðum af stað heim og við erum heima.