Læra meira og meira

Nú þegar síðara árið í MALM-náminu mínu er að byrja, hef ég hafist handa við að sækja um að komast í post-graduate eins árs viðbótarrannsóknarnám til meistaragráðu. Námið er kallað Master of Sacred Theology (STM).
MALM-gráðan mín er á sviði sem er kallað Congregational Life and Leadership, en samsvarandi lína í STM-námi er kölluð Pastoral Leadership and Practice. Ef umsóknin mín verður samþykkt, mun ég byrja að taka kúrsa samhliða MALM náminu eftir áramót og fara á fullt veturinn 2008-2009. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég verð í námi við Trinity Lutheran Seminary allt fram á vor 2009 hið minnsta ef umsóknin fer í gegn.