Kvöl II

Það hefur ekki heyrst frá mér lengi hér á hrafnar. Ég hef líka verið hálf utan við mig undanfarnar vikur. Þannig er að í fyrramálið og á laugardagsmorgun mun ég taka „qualifier“ próf númer tvö, sem ég hef kosið að þýða „kvöl II“. Það hefur verið erfitt að einbeita sér að próflestri í sumar og hef ég það eitt mér til varnar að hér hefur verið yfir 30 stiga hiti (Celsíus) og mikill raki í næstum allt sumar. (Í dag var sem betur fer ekki nema 20 stig.) En nú er ekkert vit í að læra meira, best að slappa bara af og fara snemma að sofa.

2 thoughts on “Kvöl II”

  1. Ég þakka góðar óskir. Þetta var auðvitað skrambi erfitt en mér leið bara nokkuð vel þegar prófið var búið. Nú er bara að bíða og sjá hvað setur. Niðurstöður koma í lok dags 11. október.

    En nú verð ég að fara að hugsa um kúrsana sem ég tek þessa önn. Það er liðin ein og hálf vika af önninni og ég er ekkert byrjuð að læra! Hljómar hálf asnalega því ég hef lítið gert annað en að læra undanfarið 🙂

    Jenný

Lokað er á athugasemdir.