Ég komst að því í dag að einn nemandi minn í tölfræði 135 hér í OSU er hálf íslenskur! Hann á íslenska mömmu, hefur farið oft til Íslands og á fullt af ættingjum í Garðabæ. Hann talar ekki íslensku en skilur hana svo ég spjallaði aðeins við hann á íslensku og hann svaraði á ensku. Svona er heimurinn lítill.
2 thoughts on “Íslendingar alstaðar”
Lokað er á athugasemdir.
Ef hann langar að æfa íslenskuna þá mæli ég með icelandic.hi.is, mjög skemmtilegt og aðgengilegt íslenskunám.
Já, Íslendingar eru út um allt. Um daginn opnaði ég munninn í strætó til að spyrja bílstjórann um eitthvað og var umsvifaluast svarað á íslensku. Bílstjórinn var íslensk kona. Í dag spurði ég um bakka í kantínunni í DPU og var þá líka svarað á íslensku. Það er auðvitað ekkert skrýtið að finna Íslendinga í Höfn, en þetta segir kannski eitthvað líka um dönskuna mína!