Allar kvalir yfirstaðnar

Ég fékk eftirfarandi bréf í pósthólfið mitt í skólanum í gær:

Dear Jenny,

On behalf of the Graduate Studies and Qualifier II Examination Committees, I take pleasure in notifying you that you have passed the Qualifier II Examination. We congratulate you on your performance and wish you the best for the completion of you Ph.D. studies in the Statistics Department.

Með öðrum orðum, ég náði seinna „qualifier“ prófinu mínu.

Nú get ég loksins farið að snúa mér að því sem ég kom hingað til að gera :), að skrifa doktors ritgerð. Ég á enn eftir að taka nokkra kúrsa en flestir þeirra verða sjálfvaldir. Ég mun á næstu mánuðum velja mér leiðbeinanda og finna út hvað mig langar að skrifa um. Næsti stóri áfangi verður „Candidacy Exam“ sem verður bæði skriflegt og munnlegt próf, en það verður bara á því sviði sem ég mun skrifa ritgerðina um. Í lok náms mun ég svo verja ritgerðina. Þetta mun vonandi ekki taka meira en þrjú ár í viðbót.

5 thoughts on “Allar kvalir yfirstaðnar”

  1. Til hamingju Jenný mín. Ég held að það hafi allir vitað að þú myndir rúlla þessu upp, dúllan mín.
    Kveðja syfjuð móðursystir

Lokað er á athugasemdir.