Leikdagur

 Ég og Jenný ákváðum að fá fólk til að passa 2-3 laugardaga í haust og gefa þeim í staðinn miða á fótboltaleik (svipað rugby) með OSU, en liðið er nú talið það besta í háskólafótboltanum í BNA. Þrátt fyrir að leikvöllurinn taki ríflega 100.000 áhorfendur er alltaf uppselt og mjög erfitt að fá miða fyrir aðra en velríkt fólk og stúdenta í OSU. Um síðustu helgi kom Nick og passaði og til stóð að hann fengi miða dagsins í dag, Michigan State – OSU. Nick þurfti hins vegar að fara suður á bóginn um helgina til að vera við einhvern fjölskylduviðburð og neyddist til að afþakka miðana. Pabbi einnar stelpunnar í Önnu vinahóp bauðst til að kaupa miðana á yfirverði ef við værum í vandræðum og líklega hefðum við þannig getað greitt fyrir alla miða haustsins. Við ákváðum að nota tækifærið og verðlauna Önnu Laufeyju fyrir frábæran árangur síðustu vikna og bjóða henni að fara með mömmu sinni á völlinn. Fyrir 45 mínútum héldu þær mæðgur af stað, en áður þær keyrðu burt náði ég mynd.

3304

Þegar þetta er skrifað er rúmlega 1 klst í leik og væntanlega eru þær mæðgur komnar á háskólasvæðið og eru að brjóta sér leið að vellinum. Ég hins vegar bíð eftir að leikurinn hefjist hér á ABC.

Fleiri nýjar myndir