Íslandsferð og Dabba frænka

Um Íslandsför:
Við áttum æðislega daga á Íslandi. Þegar Elli og Anna Laufey komu fluttum við í kjallarann hjá Guðrúnu Laufeyju og vorum þar í góðu yfirlæti það sem eftir lifði ferðar. Tómas Ingi og Benni urðu góðir vinir og Tómas Ingi segir nú reglulega að Benni sé að fljúga til okkar („Benni húga, Benni húga“). Við nutum þess að hitta fjölskyldu og vini og við erum þakklát hvað við eigum marga góða að á Íslandi.

Ferðin til BNA gekk vel og það fór allt á fullt um leið og við lentum, sem var um 10 leytið á mánudagsmorgni 7. janúar. Anna Laufey heimtaði að fara í skólann strax samdægurs (!) og ég fór líka í skólann seinnipartinn. Við bökuðum rískökur og skúffuköku í tilefni afmælis Önnu Laufeyjar, en Anna Laufey hélt reyndar uppá afmælið sitt heima á Íslandi með frábærri veislu inná Hrísateig.

Svo kom Dabba frænka til okkar 11. janúar og Elli fór til Detroit daginn eftir til að vera í 10 daga. Dabba frænka kom því sem alger himnasending, náði í krakkana í skólann og passaði svo ég gat sinnt skólanum. Svo fórum við auðvitað í verslunarleiðangur og höfðum það voða huggulegt heimavið. Ég ætlaði svo að fara í Dyragarðinn og fleira um helgina en þar sem það var um 15 stiga frost þá ákváðum við bara að vera inni í hlýjunni. Dabba fór í morgun og það er von á Ella heim seinna í dag.

One thought on “Íslandsferð og Dabba frænka”

  1. Mikið var gott að fá ykkur heim ég fór strax að sakna ykkar þegar þið fóruð, nú er biðtími hjá okkur og rólegt, reyndar fórum við að skoða íbúðina á miðvikudag áður en við sóttum þá bræður í leikskólann. Mér leist jafnvel betur á hana núna.
    kveðja
    Alfa

Lokað er á athugasemdir.