Í gær fékk ég tvær staðfestingar á því að það er ekkert að minninu hjá Tómasi Inga.
Þegar Dabba heimsótti háskóla-campusinn í Janúar þá festi hún kaup á gráum jogging buxum merktum OHIO STATE og var í þeim heima við. Ég öfundaði hana mikið af þessum þægilegu buxum og í gær sló ég til og keypti alveg eins. Ég skellti mér í þær strax og ég kom heim og um leið bendi Tómas Ingi á þær og sagði: „Ohio State Dabba“.
Í gærmorgun vöknuðum við við þrumur og eldingar og það var hellirigning þegar við Tómas Ingi lögðum af stað í skólann. Við tókum auðvitað regnhlífar með og Tómas Ingi gekk stoltur inn í leikskólann haldandi á sinni eigin regnhlíf. Við lögðum regnhlífarnar upp við vegg rétt innan við útidyrnar til að bera ekki inn alla bleytuna, en það er töluverður gangur frá útdyrunum að deildinni hans Tómasar. Ég fór svo með regnhlífarnar aftur útí bíl. Seinnipartinn, þegar ég náði í strákinn, var hætt að rigna svo ég tók ekki með mér regnhlífarnar inní Leikskólann. Við Tómas Ingi vorum komin út þegar hann snýr við og labbar að veggnum þar sem við skildum við regnhlífarnar um morguninn og varð mikið um að sjá að þær voru horfnar. Hann sætti sig þó við útskýringar mínar um að þær væru í bílnum og varð voða feginn þegar hann sá að svo var.
Frábært að heyra/lesa;-)
Engin spurning að hann er glöggur drengurinn.