Ekki aðeins minnugur …

Tómas hefur ekki einvörðungu gott minni heldur er stefnufastur, ákveðinn og hefur ágæta stjórn á hreyfingum. Þannig tók hann sig til í kvöld þegar hann átti að fara að sofa og tók niður eina hlið á rimlarúminu sínu. Þetta gerði hann á mjög yfirvegaðan hátt, án þess að brjóta upp úr einni einustu spýtu og við áttuðum okkur ekki á því hvað var á seyði fyrr en hann kallaði á okkur til að sjá handbragðið. Ég efast samt um að við höfum getu til að setja rúmið saman rétt aftur, þannig að Tómas fór að sofa í kvöld í rúmi sem er ekki full samansett.

Ég á von á að við nýtum tækifærið og kaupum nýtt rúm næstu daga, fyrst Tómas vill losna við rimlarúmið.

One thought on “Ekki aðeins minnugur …”

Lokað er á athugasemdir.