Veikindafréttir

Nú eru allir loksins að skríða saman eftir vikulöng veikindi. Tómas fór í leikskólann á föstudaginn, en hefur verið lítill bógur síðan, ekki veikur en daufur í dálkinn. Anna er á leiðinni á Tennisæfingu núna og það er í fyrsta skipti sem hún fer út síðan á þriðjudag. Á morgun byrja samræmd próf í skólanum hjá henni og ágætt að hún sé komin á ról fyrir þau.

Annars er fátt að frétta hér í Bexleybæ, Jenný á eftir eina viku af kennslu en prófavika vetrarannar hefst eftir 8 daga. Hún fer síðan væntanlega á fullu í rannsóknarvinnu eftir það, bæði sem aðstoðarmaður og einnig í doktorsverkefni. Ég er í rúmlega 70% námi núna og var að ljúka við umsókn um framhaldsnám til post-graduate gráðu sem kallast Sacred Theology Master (STM), þar sem ég mun leggja stund á kirkjufræði (ecclesiology) og leiðtogakenningar. Þetta er eins árs nám, en þar sem ég þarf að ljúka nokkrum forkúrsum mun það taka a.m.k. 1 1/2 ár að ljúka því, ef ekki 2 ár.