Veikindum lokið að mestu

Nú eru öll börn komin á ról á þessu heimili, hitalaus og hamingjusöm. Reyndar fékk Anna eyrnabólgu og leið illa á miðvikudaginn, en við fórum til læknis á fimmtudaginn sem skoðaði í eyrað á henni í 20 sekúndur og ávísaði á sýklalyf sem hún tekur í eina viku (3 töflur í senn tvisvar á dag). Hann sagði að hún gæti samt vel verið í skólanum ef hún finndi ekki til.

Annars var síðasti kennsludagur Jennýjar í gær og lokavika framundan hjá henni. Ég á eftir tvær kennsluvikur fram að vorfríi, en Anna er í vorfríi á sama tíma og ég.