Ég og Tómas fórum í Whole Foods Market í dag til að kaupa Skyr, rjóma, smjör og mjólk. Og ekki síður til að leita frétta af páskaeggjainnflutningi. Þegar við spurðum einn starfsmann um „Icelandic Easter Egg“ tengdi hann strax við einhverja vöru á lagernum sem á að setja upp í búðinni í kvöld eða á morgun, með fremur furðulegri gulri kanínu á toppnum. Annar starfsmaður reyndi að leiðrétta þann fyrsta og hélt því fram að þetta væri líklega frekar ungi en kanína, og spurðu mig hvort ég vissi hvort þeir væru að ræða rétta vöru. Ég hélt það nú, svo annar þeirra hljóp á bakvið og náði í 4 páskaegg nr. 2. Hann reyndar kom með einhverja athugasemd um ungann sem ég skyldi ekki, en alla vega – ég og Tómas fengum páskaeggin okkar.
2 thoughts on “Páskaegg komin í Whole Foods”
Lokað er á athugasemdir.
Þið eruð tímanlega í páskaeggjakaupum, ætli það sé mikil sala í þessu úti.
Afmæliskveðju til Jennýjar, vissi ekki netfangið hennar. Hafið það gott í óveðrinu.
Kveðja
Haðarstígsgengið
Til hamingju með páskaeggin ég var hrædd um að þið fenguð þau ekki í B.N.A.En munið ! Það á ekki að borða þau fyrr en á páskunum.
kveðja
Alfa