Ég var rétt að koma mér fyrir á kaffihúsi í morgun, þegar ég tók eftir skilaboðum á símanum mínum. Leikskólinn hans Tómasar var að reyna að ná í okkur vegna hugsanlegrar augnsýkingar hjá Tómasi. Skilaboðin voru um að sækja hann tafarlaust. Ég hélt því af stað, hringdi í Jennýju og bað hana að tala við leikskólann og segja að ég væri á leiðinni og panta síðan tíma hjá lækni sem fyrst. Þetta gekk allt eftir og 65 mínútum eftir að leikskólinn lagði inn skilaboðin var Tómas kominn í skoðun hjá hjúkrunarfræðingi. Hann leyfði hjúkrunarfræðingnum ekki að skoða augað, svo hún fór eftir að hafa skráð niður tilskildar upplýsingar. Ég og Tómas lékum okkur svo að dóti í skoðunarherberginu og úr veskinu mínu í 25 mínútur þangað til læknir kom inn, leit í augun, sagði að þetta gæti hugsanlega sýking og lét okkur fá augndropaprufu sem ætti að duga fyrir 2 dropa í hvort auga kvölds og morgna í þrjá daga. Hún skrifaði svo upp á að Tómas væri ekki smitberi og mætti fara aftur í leikskólann á morgun.