Það er skrýið að vera í vorfríi þegar það eru stórir snjóskaflar útum allt. Snjórinn sem féll um helgina er hér sem sé ennþá þó að mikið hafi nú bráðnað og flestar götur eru orðnar auðar. Ég vona bara að við fáum ekki enn eitt kulda kastið þegar Drífa, Heiðar og börn koma í næstu viku. Okkur er farið að hlakka mikið til að fá Drífu og co. í heimsókn – og ekki skemmir fyrir að þau ætla að koma með páskaegg! (Er það ekki Drífa?)
Næstu daga ætla ég að hvíla lúin bein og sinna heimilsstörfum sem ekki komust að síðustu vikur vegna anna og veikinda. Anna Laufey hefur t.d. ekki fengið hreina sokka í nokkra daga – hún notaði mína í staðinn.