Delta hefur felt niður flugið sem við bókuðum frá Columbus til Boston. Af þeim sökum hafa Flugleiðir breytt bókuninni okkar til Íslands og í stað þess að lenda í Keflavík kl. 23:40 (19:40 að Ohio-tíma) 9. júlí, munum við lenda kl. 6:30 (02:30 að Ohio-tíma) 10. júlí. Þetta þýðir einnig að við förum seinna frá Columbus, í stað þess að taka morgunflug til Boston, sem er ekki lengur til staðar, munum við fljúga frá Columbus um fjögurleitið 9. júli.