Það er búið að vera heilmikil fjölskyldudagskrá síðustu daga. Ég og börnin fórum í dýragarðinn í vikunni, á föstudaginn fórum við á Kung Fu Panda og á Fun Fest tívolí hér í Bexley og í gær var síðan fjölskyldudagur þar sem var á dagskránni að fara í Kings Island skemmtigarðinn rétt norðan við Cincinnati og ef veður leyfði kíkja í vatnagarðinn þar. Veðurspáin leit allt í lagi út á föstudagskvöldi og við fórum af stað rétt fyrir kl. 10 á laugardagsmorgni, keyptum miða í garðinn á afslætti í Krogerbúðinni hér í Columbus og keyrðum suður I-71. Þegar við nálguðumst garðinn fór veðrið að líta verr út, rok og rigning (ekki samt á íslenskum skala). Við ákváðum að borða á Ruby Tuesday við Kings Island og sjá hvort ekki myndi birta til og ræddum hvort við ættum að grípa í varaplan. Þjónninn á staðnum sá að við vorum að rökræða næstu skref, og bauð góð ráð t.d. að fara í innanhúsvatnagarð rétt hjá. Við tókum hann á orðinu og keyrðum sem leið lá að Wolfe Lodge, en fengum að vita þar að aðgangur væri eingöngu fyrir hótelgesti og eina lausa herbergið kostaði $299+skatt. Þannig að sú hugmynd gekk ekki.
Neyðarplanið var því sett í gang, við ákváðum að fara í IKEA, en Jenný og Tómas höfðu ekki heimsótt verslunina í Ohio áður. Ég lagði til að við keyrðum smáhring í Cincinnati á leiðinni í IKEA, en í ljós kom að hringurinn sem ég hafði í huga og við fórum var hátt í 40 mílur. Jenný og börnunum var ekki of skemmt.
Það reyndist hins vegar mikið fjör í IKEA. Það var keypt alskonar smádót, kex og kókosbollur og við vorum í búðinni næstum tvo tíma. Eftir IKEA-ævintýrið var Jenný komin með hausverk og við fórum því á StarBucks og keyptum Frapucino drykki fyrir alla fjölskylduna. Ég og Anna svo við færum svo öll í Kings Island enda með miða og það hafði stytt upp. Við vorum komin í garðinn rétt fyrir kl. 4 og lofuðum Jennýju að vera ekki lengur en til kl. 7. Ferðin í garðinn reyndist hins vegar mun ljúfari en við áttum von á. Tómas og Anna fóru í fullt af tækjum ýmist ein eða með foreldrunum. Við enduðum með að vera í garðinum til kl. 9 og vorum loks komin heim rétt um kl. 11.
Tómas tók upp á því að syngja lag í bíltúrnum um Cincinnati sem fjallar um burluba (bað).
[audio:burluba.mp3]