Við Elli vorum á leið í háttinn þegar við urðum vör við viðvörunar bjöllur Bexley bæjar – það er semsagt óveður og hvirfilbylja viðvörun. Sjónvarps þulir sögðu að óveðrið gengi yfir Bexley kl 12:08 svo við drifum sofandi börnin niður í kjallara. Þau sofa nú bara vel, Tómas á dýnu og Anna á svefnpoka. Það drynja þrumur nokkurra á sekúndna fresti og himininn er eins og diskótek. Rétt í þessu voru að koma él. Þetta er bara svolítið kósí 🙂
One thought on “Kósístund í kjallaranum”
Lokað er á athugasemdir.
Ég vildi bara forvitnast hvort þið væruð kominn upp úr kjallaranum?
Magnús