Rauðskinnar

Fjölskyldan fór í Zoombezi Bay í gær en það hefur staðið til í nokkurn tíma. Við vorum komin í garðinn um kl. 12:00 og þegar við sáum að almenningsvæðið var fullt, tókum við á það ráð að leigja lítið skýli fyrir dótið okkar, þar sem okkur var þjónað til borðs frá nálægu veitingahúsi. Veðrið var frábært, rétt undir 30 gráðum, heiðskýrt og smá gjóla. Þegar við höfðum verið á svæðinu í rúma 6 klst ákváðum við að halda heim á leið og þar komu eftirköstin í ljós.
Tómas er sínu minnst brenndur, með örlítið rauðar axlir og upphandleggi, enda var borið á hann reglulega. Anna var í tvískiptum sundbol, en þegar hún bar á sig sólaráburð var hún í stuttermabol, þannig að maginn hennar og mjóbakið eru fremur rauð. Við foreldrarnir erum þó mun verr haldin og ljóst að ekki verður mikið um sólböð hjá okkur næstu daga.

3 thoughts on “Rauðskinnar”

  1. Það verður hvort eð er ekki tími til að liggja í sólbaði miðað við dagskrána!

    Er þetta nýi garðurinn við dýragarðinn, sem var í byggingu í fyrra?

    Hlakka til að sjá ykkur. Er það að morgni 10. eða 11. júlí (okkur Döbbu ber nefninlega ekki saman um dagsetninguna)?

    Bestu kveðjur

    Anna

Lokað er á athugasemdir.