Nú er ég komin til Boulder í Colorado. Boulder er lítill bær rétt fyrir utan Denver sem oft er nefnd „mílu-háa borgin“ enda stendur hún í 1609 metra hæð yfir sjávarmáli (Hekla er innan 1500 m að mig minnir).
Ég er að fara á fyrsta hitting í rannsóknarverkefninu sem ég er að vinna í: „CMG-Baysian Hierarchical Models for High-Resolution Climate Reconstuctions“.
Það er annasamur og ofur-skipulagður dagur framundan, 17 erindi og umræður. Sumir dagskrárliðir fá ekki nema 10 min (spennandi að vita hvort tímasetningar munu standast!).
Jenný mín
Þú mátt greinilega hafa þig alla við! Gangi þér vel elskan með þetta allt saman.
Mamma
Þess má geta að tímaskipulagið fór að sjálfsögðu allt úr skorðum. Ástæðan var þó ekki að fólk héldi of langar tölur. Það spunnust bara svo miklar umræður um allt sem gerðu sérstaka dagskrárliði helgaða umræðum óþarfa. En þetta gerði ekki mikið til því markmiðið var jú að koma af stað samstarfi milli fólks úr mismunandi vísindagreinum. Þetta var mjög lærdómsríkur fundur.