Tómas Ingi er þriggja ára í dag!

Við vöktum kappann með söng og pakka í morgun. Hann var nú ekki á því að vakna, breyddi bara sængina upp fyrir haus og vildi sofa meira. Þegar hann loksins fékkst til að opna augun varð hann spenntur yfir pakkanum og var þá til í að fara á fætur. Hann fékk skál og glas með mynd af Brútusi, OSU lukkudýrinu, sem á þessu heimili gengur undir nafninu „Buckeye“. Það var auðvitað mikill munur að borða Weetabixið úr Buckeye skál og drekka mjólkina sína úr Buckeye glasi! Við sungum svo afmælissönginn aftur og aftur í bílnum á leiðinni í leikskólann.

4 thoughts on “Tómas Ingi er þriggja ára í dag!”

  1. Innilega til hamingju með afmælið og skilið afmæliskveðju til kappans frá litlu bræðrunum í Garðabænum.

  2. Til hamingju með afmælið Tómas Ingi, vonandi kemur pakkinn frá Benna frænda sem fyrst (gerum ekki ráð fyrir að pósturinn hafi verið mjög virkur síðustu daga hjá ykkur). Njóttu afmæligjafanna vel.
    Kveðja
    Haðarstígsgrallararnir

  3. Þess má geta að við vorum með afmælisveislu á laugardaginn var. Við buðum Steina og Kristjáni ásamt fjölskyldum og það var mjög gaman hjá okkur. Við átum á okkur gat, sungum afmælissönginn og „í grænni lautu“ og krakkarnir léku sér.

Lokað er á athugasemdir.