Tómas hefur mjög mikla trú á Benedikt Þórissyni frænda sínum. Það kom kannski skýrast í ljós núna í kvöld, en börnin voru í pössun hjá Steina og Kristínu meðan ég og Jenný fórum í bíó á nýju Cohen-bræðra myndina. Myndin var ekki búin fyrr en rétt um 9. Það var orðið dimmt úti þegar við komum til Steina og Kristínar um kl. 9:20 til að sækja börnin. Þegar Tómas svo gekk út í bíl með okkur sagði hann eitthvað á þessa leið. „Það er komin nótt, Benni slökkti ljósið“.
2 thoughts on “Kraftaverkamaðurinn Benni”
Lokað er á athugasemdir.
Benni er mjög stoltur af þessari tiltrú á hann, hann er kröftugur og öflugur kappinn þó hann hafi kannski ekki stjórn á sól og mána.
Benni fær líka að heyra á kvöldin hvernig TI, GT og JB sofa í sínu rúmi alla nóttina, vona að það sé ekki helber lygi.
Spurning hvort að Benni skjótist ekki snöggvast niður á Alþingi og bjargi þjóðarbúskapnum.