Það hefur verið nóg að gera þessa helgi. Anna Laufey tók sinn skammt af helgaríþróttum, keppti í fótbolta í gær og fór í annað sinn á sundnámskeiðið uppí OSU í dag. Ég fór í ræktina á meðan Anna Laufey fór í sund og nú er Elli í fótbolta. Þar að auki fóru Elli og Anna Laufey að horfa á OSU keppa við Purdue í Amerískum fótbolta í gær. Það mætti halda að við séum algerar íþróttafríkur, alveg heltekin af íþróttabölinu eins og amma myndi segja 😉 . Eftir svona helgi er gott að fá hollan mat og ég splæsti í íslenska ýsu til að hafa í matinn í kvöld. Þetta var lang dýrasti fiskurinn í fiskborðinu, rúmlega 12 dollarar á pundið sem reiknast um 2700 kr. á kílóið (!) miðað við gengið 100 kr á dollarann. En ég get þó allavega með góðri samvisku sagt að ég geri mitt til að styðja við Íslenska hagkerfið!
2 thoughts on “Íslensk ýsa í kvöldmatinn”
Lokað er á athugasemdir.
Það er gott að heyra frá námsmönnum erlendis sem ekki bara kvarta og kveina. En við vinnandi fólk á Íslandi borðuðum fisk í kvöldmatinn sem við fengum gefins. Er nú að leita að einhverju í kvöldmatinn á morgun.
Ef Benni fengi að ráða væri hér hafragrautur kvölds og morgna, hann á eftir að dafna vel í kreppunni.