Í kvöld fór fram úrslitaleikurinn í knattspyrnudeild Bexleybæjar á milli Bexley Gold og Bexley White. En eins og lesendum er kunnugt spila ég með Gold-liðinu og hef gert undanfarin rúm tvö ár. Leikurinn var mun jafnari en flestir áttu von á en við höfðum mætt hvíta liðinu nokkrum sinnum áður í haust og töpuðum t.d. fyrir þeim mjög illa fyrir tveimur vikum.
Í kvöld var leikurinn mun jafnari og að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0. Því var gripið til þess að framlengja leikinn í 2x5mín og notast við Golden Goal reglu þannig að liðið sem skoraði fyrst væri lýst sigurvegari. Ég byrjaði út af í framlengingunni en hún stóð í tæpar tvær mínútur. eða þar til Matt Lampke forseti bæjarstjórnar hér í Bexley, skorað glæsimark í skyndisókn fyrir liðið mitt. Ég átti reyndar að byrja inn á og Matt útaf, en við ákváðum að hann tæki fyrri vaktina sem borgaði sig að þessu sinni.
Ég er því stoltur Bexleybæjarmeistari í knattspyrnu haustið 2008.