Vefbreytingar

Vegna vandræða með þjónustuaðilann sem hýsir fyrir mig m.a. hrafnar.net og skokassar.net (jól í skókassa), þá neyddist ég til að skipta um þjónustufyrirtæki nú í byrjun nóvember en gamla fyrirtækið var búið að tilkynna að hýsingin á skokassar.net væri að renna út, en buðu mér ekki upp á að endurnýja. Þetta þýðir að hrafnar.net verður næstu daga í einhverju lamasessi, enda er forgangsverkefni að koma jólum í skókassa í gang, en skiladagur er á laugardaginn.