Meistaragráða og jólatré

Það tvennt bar til tíðinda í dag að við skreyttum jólatré og ég útskrifaðist með meistaragráðu í tölfræði frá OSU.

Eins og áður hefur komið fram hér á hrafnar þá dreif ég í að fylla út þá pappíra sem þurfti til að fá MS gráðuna nú í haust. Útskriftin var í dag en ég ákvað að mæta ekki, fæ plaggið bara sent í pósti. Við fórum frekar öll saman út að borða á Cheesecake Factory og skoðuðum jólaskrautið í Easton verslunarmiðstöðinni. Við sáum líka jólasveininn bjóða uppá myndatöku en ákváðum þó ekki að taka þátt í þeim Ameríska sið. Í staðinn tókum við upp annan Amerískan sið: settum upp og skreyttum gerfi-jólatréð löngu fyrir jól. Ég er vön því að það er ekki kveikt á jólatrénu fyrr en kl 18 á aðfangadag svo það er hálf skrýtið að hafa upplýst jólatré í stofunni núna. En þar sem við yfirgefum heimilið að morgni annars í jólum þá ákváðum við að taka forskot á sæluna í þetta sinn.

5 thoughts on “Meistaragráða og jólatré”

  1. Til hamingju með meistaragráðuna Jenný mín. Ertu að taka upp siðinn hans Tuma að mæta ekki við eigin útskrift ?

    kveðja

    Alfa

  2. Innilega til hamingju með áfangann, frænka.

    Hósta og hor kveðjur úr Auðarstrætinu,

    Dabba

  3. Til hamingju með þetta skref í átt að doktornum.
    Hafið það gott í jólaundirbúningnum að amerískum sið.
    Kveðja
    Guðrún Laufey, Þórir og Benni ofurhetja

Lokað er á athugasemdir.