Í morgun var ætlunin að fara í kirkju kl. 10:00, en í stað þess að stilla vekjaraklukku treystum við á að Tómas myndi vakna. Hann hins vegar ákvað að sofa út í morgun og rumskaði ekki fyrr en 9:45. Við höldum að hér sé um útsofsmet í 3ja ára flokki að ræða. Reyndar vaknaði Anna mun fyrr eða rétt um kl 8, en þar sem hún var ekki mjög spennt fyrir að fara til kirkju, ákvað hún að láta okkur sofa.
2 thoughts on “Útsof”
Lokað er á athugasemdir.
Ég myndi nú ekki treysta á þetta met Elli minn, held að mamma drengsins eigi það. Henni þótti alltaf gott að sofa á morgnana, foreldrum sínum til mikillar ánægju um helgar en síður á virkum dögum!
Vá, minn 3 og hálfs árs hefur held ég bara aldrei sofið lengur enn til ca. 8 30!! Við einmitt höfum varla notað vekjaraklukku hér á bæ síðan hann fæddist 🙂
Bestu jólakveðjur af klakanum Kv. Bryndís og fjölskylda