Nú erum við föst í umferð utan við Charlotte. Rétt í þessu tókum við bensín í annað sinn eftir 399.4 mílna ferð. Nú kostaði áfyllingin $21.52 fyrir 13.4566 gallon. Bensíneyðslan hingað til er því 29.7 mílur/gallon. Áhugasamir geta breytt eyðslunni í evrópsku mælieininguna l/100km.