Þoka

Hér í Suður Karólína vöknuðu allir hressir og kátir eldsnemma. Við vorum komin af stað kl 7:48 að staðartíma og áttum þá um 300 mílur eftir til Orlando. Við gerum ráð fyrir að taka eitt langt strandstopp á leiðinni, ef/þegar þokunni sem er núna yfir öllu léttir.
Nú kl 8:15 komum við síðan til Georgíufylkis sem er síðasta fylkið sem við keyrum gegnum á leiðinni til Flórída.

3 thoughts on “Þoka”

  1. Hérna á ströndinni er líklega um 25 celsíus gráður heiðskýrt og gott. Alla vega er Anna núna á sundfötunum út í Atlantshafinu.

Lokað er á athugasemdir.