Sandströnd og bensíneyðsla

Við komum að Ramada hótelinu þar sem við gistum í nótt kl 15:55 að staðartíma og höfum tekið það rólega síðan. Áður en við komum hingað stoppuðum við stutt á St Augustine strönd þar sem Anna skemmti sér konunglega við að hlaupa á sundfötunum út í Atlantshafið. Núna söfnum við kröftum til að takast á við morgundaginn, en þá færum við okkur yfir I-4 hraðbrautina á Disney-hótel og hefjum alsherjar Disney-æðis dagskrá sem mun standa eitthvað fram á næsta ár.
Fyrir áhugafólk um bensíneyðslu þá fylltum við á bílinn eftir 450 mílna akstur fyrr í dag. Alls settum við tæp 14 gallon á bílinn, sem gerir 32.1 mílu/gallon eða 7.32 L/100 km.

3 thoughts on “Sandströnd og bensíneyðsla”

  1. Gaman að fá að fylgjast með hvernig gengur. Hér er 5 stiga hiti og allt orðið marautt, en ekki samt nógu hlýtt til að baða sig hérna megin í Atlantshafinu. Reyndar gera sumir það víst.

    Góða ferð í dag elskurnar.

  2. Eru þið ekki enn vöknuð? Er engin speningur fyrir DisneyWorld? Ég giska reyndar á að því sé öfugt farið og engar fréttir séu vegna þess að þið séuð þegar kominn í fjörið. Góða skemmtun! Pabbi/afi

Lokað er á athugasemdir.