Rétt eftir hádegi kom pósturinn með þónokkuð magn af pósti, en þegar við héldum í DisneyWorld báðum við pósthúsið um að geyma allan póst þar til við kæmum aftur. Í sendingunni mátti sjá bréf frá bandarískum skattayfirvöldum um að þeir hefðu ekki greitt okkur Stimulus ávísun sem þeir lofuðu okkur í apríl, fyrirspurn frá Bexley skattinum hvers vegna þær hefðu ekki upplýsingar um skattgreiðslur Jennýjar á síðasta ári, höfnun frá Chase vegna umsóknar minnar um Amazon.com greiðslukort (á þeim forsendum að ég hefði aldrei átt í neinum viðskiptum í BNA – sem er víst rétt). Síðan var í póstinum sérhönnuð kort af Disneygörðunum sem áttu að hjálpa okkur við að skipuleggja ferðina, en komu of seint. Stór póstur til Jennýjar frá OSU, sem inniheldur líklega Meistaragráðuskírteinið hennar, ýmis tímarit voru í póstinum, nokkur tilboð um kaup á tímaritum og Andrésblað.
Síðast en ekki síst var nokkuð magn af jólakortum og einn jólakassi með jólapökkum. Það er því ljóst að í kvöld þegar fjölskyldan safnast saman eftir daginn, þá verða haldin litlu jól með jólakortalestri og jólapakkaopnun.
4 thoughts on “Meiri jól”
Lokað er á athugasemdir.
Jibbí
Ég hlakka til að koma heim!
Og hvað kom spennandi upp úr pökkunum?
Alltaf er frænkan jafn forvitin.
kveðja
Alfa
Fyrir þá forvitnu 🙂 þá fengum við jólapakkana úr Eyktarhæðinni þegar við komum heim. Þar voru margar góðar gjafir, íslenskar bækur og geisla diskur og fallegt myndaalbúm frá ömmu.
Þess má líka geta að við fengum margar aðrar góðar gjafir um jólin, m.a. íslenskar bækur og DVD diska.
Við Elli sátum alveg límd yfir fyrstu þremur þáttunum af Svörtum Englum á miðvikudagskvöldið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.