Anna Laufey 10 ára

Já það hljómar kannski órtúlega en litla prinsessan okkar er 10 ára í dag. Við vöktum dömuna með afmælissöng og hún fékk afmælis-Mínu mús í Mínu músar safnið sitt. (Hún á nú 3 Mínu músar dúkkur) Svo fær hún eitthvað meira af pökkum seinna í dag.

Anna Laufey bauð fjórum vinum sínum héðan úr stúdentaíbúðunum í veislu eftir skóla í kvöld. Við erum búnar að gera jarðaberjatertu og rískökur og svo ætlar Elli að gera íslenskar pönnukökur – nammi namm!

4 thoughts on “Anna Laufey 10 ára”

  1. Elsku Anna Laufey
    Innilegar hamingjuóskir með daginn í dag ömmustelpa. Það væri nú gaman að vera komin í veisluna! eigðu góðan dag!

  2. Innilega til hamingju með afmælið Anna Laufey frá Guðmundi Tómasi, Jóni Baldvini og öðrum í Birkiás 23.

    Þetta er fyrsta stórafmælið!

Lokað er á athugasemdir.