Tómas Ingi lasinn

Tómas Ingi virðist hafa tekið upp nýjan sið á nýju ári: að fá ælupest á þriðjudögum.

Fyrir viku síðan vaknaði hann ælandi og var alveg fárveikur, hélt engu niðri og mókti mest allan daginn milli þess sem hann kúgaðist. Hann hresstist þó með kvöldinu. Í morgun þegar við Tómas vorum komin út í bíl, ég búin að setja í bakkgírinn og var að fara að stíga á bensíngjöfina þá ældi Tómas yfir sig allan og bílstólinn. Ég er nú reyndar bara fengin að þetta gerðist ekki á hraðbrautinni á miðri leið í leikskólann!
Við mæðginin erum því heima í dag á meðan Elli hamast við ritgerðarskrif. Tómas Ingi virðist vera að hressast — hann náði þó að æla aftur yfir bílstólinn (!) sem stóð til þerris í stofunni eftir að Elli spúlaði hann allan í morgun.

One thought on “Tómas Ingi lasinn”

Lokað er á athugasemdir.