80 mínútur

Í dag voru Jenný og Tómas 80 mínútur á leiðinni úr leikskólanum og heim, leið sem tekur yfirleitt um 14 mínútur að keyra. Það snjóaði enda í dag, alls komu niður 15 cm af snjó hér í Columbus. Næstu daga er spáð allt að 32 stiga frosti þegar tekið er tillit til vindkælingar og alls óvíst hvort fólk fari í skóla næstu daga. En við fylgjumst spennt með skólalokunum í kvöld.